Okkar ferðir logo

Skíði í Sölden 4. - 11. jan. 2025. Verð frá: 197.000 kr. á mann.*

Sölden 4. - 11. jan. 2025 verð frá: 197.000 kr. á mann.*

8 dagar, 7 nætur, 7 skíðadagar. 4. til 11. janúar.
*Lægsta verð er miðað við 3 fullorðna í gistingu í íbúð á Backelar Wirt Apartments Self Catering.

Áfram bjóða Okkar Ferðir skíðaferðir til Sölden. Við ætlum að byrja fyrr en oft áður enda reynsla okkar af því að skíða í janúar mjög góð. Á þessum tíma er færri í fjöllunum, nánast engar raðir í lyfturnar og færið frábært. Sölden, sem er í hjarta Ötztal, er ekki aðeins einn vinsælasti ferðamannastaður í Týról heldur einnig einn þekktasti skíðastaður Alpanna. Einn af helstu kostum er að skíðað er í mikilli hæð, eða frá 1350 metrum og upp í 3340 metra á tveimur jöklum.
Í Sölden eru nýjustu lyfturnar samanborið við önnur skíðasvæði auk fjölda snjóbyssa sem tryggja nægan snjó allan veturinn og langt fram á vor.
144 km af troðnum brekkum fyrir byrjendur og lengra komna bjóða upp á nánast ótakmarkaða möguleika.
Sölden er eina skíðasvæði Austurríkis sem hefur þrjá tinda hærri en þrjú þúsund metra með stórkostlegum útsýnispöllum með auðveldu aðgengi og síðan eru 4 lyftur í viðbót sem fara upp fyrir 3000 metra. Þetta er eitthvað sem allir skíðaunnendur verða að prófa að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni.

33 veitingastaðir eru í fjöllunum og sá frægasti er ICE-Q matsölustaðurinn sem er 5* matsölustaður í yfir 3000 metra hæð og var byggingin notuðu í James Bond myndinni Spectre, en boðið verður upp á að panta borð þar fyrir þá sem vilja, en greiða þarf staðfestingargjald fyrir borðapöntun.

Ferðaskipulag:
Laugardagur 4. janúar - laugardagsins 11. janúar 2025.
Flogið með Icelandair til Innsbruck.
7 dagar á skíðum í Sölden.
Boðið verður upp á ýmsa möguleika á þessum dögum, t.d. Toppana 3 og hádegismat í ICE-Q, fer eftir veðri hvaða daga það verður í boði.

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 45.000 per farþega.
Til að greiða staðfestingargjaldið þarf að senda tölvupóst á info@okkarferdir.is með fjölda og nöfnum á farþegum og við sendum greiðsluslóð til baka.

Við bjóðum eingöngu upp á gistingu á hinu rómaða Backelar Wirt hóteli eða á Backelar Wirt hótel íbúðum. Í boði er gisting á hótelinu með morgunmat og kvöldmat (HB), eða íbúðagistingu þar sem hægt er að vera með morgunmat og kvöldmat eins og á hótelinu eða "Self Catering (SC)" íbúðagisting enginn matur innifalin.

Gisting HB.
Backelar Wirt ***
Superior double room verð kr. 282.000 á mann.
Extra bed barn 3-6 ára kr. 136.000 á mann.
Extra bed barn 7-12 ára kr. 175.000 á mann.
Extra bed barn 13 ára + kr. 191.000 á mann.

Gisting HB.
Backelar Wirt Apartments HB
Top 1. 1-5 manns verð frá kr. 270.000 á mann.
Top 2. 1-5 manns verð frá kr. 272.000 á mann.
Top 3. 1-3 manns verð frá kr. 263.000 á mann.
Top 4. 1-5 manns verð frá kr. 266.000 á mann.

Gisting SC.
Backelar Wirt Apartments SC
Top 1. 1-5 manns verð frá kr. 204.000 á mann.
Top 2. 1-5 manns verð frá kr. 206.000 á mann.
Top 3. 1-3 manns verð frá kr. 197.000 á mann.
Top 4. 1-5 manns verð frá kr. 200.000 á mann.

Nánar um hótel Backelar Wirt .

Innifalið í verði:
Íslensk fararstjórn.
Flug til og frá Innsbruck með Icelandair
23 kg taska og 10kg handfarangur.
Aðgengi að fararstjóra alla ferðina.
Aðstoð við kaup á lyftu kortum.
Aðstoð við leigu á búnaði.
Aðstoð við að finna kennslu við hæfi.
Öll almenn aðstoð.

Ekki innifalið í verði:
Fluginnritunargjald fyrir skíðabúnað.
Akstur til og frá flugvelli.
Lyftukort.
Hádegismatur.
Gistináttagjald.