Okkar ferðir logo

Á gönguskíðum með Kristrúnu Guðnadóttir, Sölden 13.-20. jan. 2024. Verð frá 181.000 kr á mann.* Uppselt er í þessa ferð.

Sölden 13.-20. jan. 2024 verð frá 181.000 kr á mann.*

8 daga 7 nætur. 13. til 20. janúar. Lægsta verð er miðað við 5 fullorðna í gistingu í íbúð á Haus Bergkristall.

Okkar Ferðir halda áfram að bjóða skíðaferðir til Sölden en sem viðbót í vetur þá mun Kristrún vera á staðnum og bjóða upp á gönguskíðanámskeið. Fyrir þá sem vilja frekar gönguskíði en svigskíði þá er Ötztal frábært svæði. Í Ötztal svæðinu eru 25 gönguskíða brautir með samtals 143 km af troðnum brautum.  Sölden er í hjarta Ötztal og er ekki aðeins einn vinsælasti ferðamannastaður í Týról heldur einnig einn þekktasti skíðastaður Alpanna. Einn af helstu kostum svæðisins er að það liggur í mikilli hæð og er mjög snjótryggt.

Kristrúnu þarf varla að kynna fyrir skíðagöngufólki en hún er ein fremsta skíðagöngukona landsins og mun hún leiðbeina áhugasömum gönguskíðaiðkendum. Námskeiðin erum 3 sinnum 2 tímar og verður skift niður á daga í vikuna eftir því sem aðstæður og veður leyfa hverju sinni. Farið verður yfir helstu grunnatriði í gönguskíða tækni. Einnig getur Kristrún kennt þeim sem þess óska grundvallaratrið með frjálsri aðferð. Þáttaka í gönguskíðanámskeiðunum kostar 15.000 kr á mann og ekki innifalinn í verði ferðarinna. Einnig mun Kristrún leiðsegja gönguskíða fólki á meðan dvölinni stendur um hvar er besta færið og leiðbeina um brautarval miðað við getu og áhuga.

Hótelin sem Okkar Ferðir bjóða upp á eru í göngufæri við helstu skíðalyfturnar.

33 veitingastaðir er í fjöllunum og sá frægasti er ICE-Q matsölustaðurinn sem er 5* matsölustaður í yfir 3000 metra hæð og var byggingin notuðu í James Bond myndinni Spectre, en boðið verður upp á að panta borð þar fyrir þá sem það vilja en greiða þarf staðfestingargjald fyrir borðapöntun.

Ferðaskipulag:
Laugardagur 13. janúar - Laugardagsins 20. janúar 2024.
Flogið með Icelandair til Salzburg.
6 dagar á skíðum í Sölden.
Boðið verður upp á ýmsa möguleika á þessum dögum, t.d. Toppana 3 og hádegismat í ICE-Q og fer eftir veðri hvaða daga það verður í boði.
Flogið með Icelandair frá Salzburg til Keflavíkur.

Ýmsir gistimöguleikar eru í boði, með morgunmat og kvöldmat (HB), með morgunmat (B&B) og íbúðagisting engin matur innifalin (SC).

Haus Bergkristall.
Apartment 1-5 manns frá kr. 181.000 á mann.
Nánar um Haus Bergkristall.

Gisting HB.
Backelar Wirt ***
Superior double room verð kr. 287.000 á mann.
Extra bed barn 3-6 ára kr. 132.000 á mann.
Extra bed barn 7-12 ára kr. 170.000 á mann.
Extra bed barn 13 ára + kr. 186.000 á mann.

Gisting HB.
Backelar Wirt Apartments HB
Top 1. 1-5 manns verð frá kr. 270.000 á mann.
Top 2. 1-5 manns verð frá kr. 265.000 á mann.
Top 3. 1-3 manns verð frá kr. 265.000 á mann.
Top 4. 1-5 manns verð frá kr. 259.000 á mann.

Gisting HB.
Backelar Wirt Apartments SC
Top 1. 1-5 manns verð frá kr. 204.000 á mann.
Top 2. 1-5 manns verð frá kr. 206.000 á mann.
Top 3. 1-3 manns verð frá kr. 202.000 á mann.
Top 4. 1-5 manns verð frá kr. 195.000 á mann.

Nánar um hótel Backelar Wirt .

Innifalið í verði:
Íslensk fararstjórn.
Flug til og frá Salzburg með Icelandair
23 kg taska og 10kg handfarangur.
Aðgengi að fararstjóra alla ferðina.
Aðstoð við kaup á skíða kortum.
Aðstoð við leigu á búnaði.
Leiðsögn um gönguskíða svæðið.
Öll almenn aðstoð.
Ekki innifalið í verði:
Fluginnritunargjald fyrir skíðabúnað.
Akstur til og frá flugvelli.
Gönguskíða námskeiðið.
Hádegismatur.
Gistináttagjald.

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 45.000 per farþega. Til að greiða staðfestingargjaldið þarf að senda tölvupóst á info@okkarferdir.is með fjölda og nöfnum á farþegum og við sendum greiðsluslóð til baka.