Okkar ferðir logo

Skíði og gönguskíðanámskeið með Kristrúnu Guðna í Austuríki um Jólin 20.-27. desember 2023. Verð frá* 193.000 kr á mann. Uppselt er í þessa ferð.

8 daga 7 nætur. 20. til 27. desember. *Lægsta verð miðast við 3 fullorðna í gistingu í 3. manna íbúð.

Kristrúnu Guðnadóttur þarf varla að kynna fyrir gönguskíðaiðkendum enda er hún margfaldur íslandsmeistari og ólimpíufari. Í þessari ferð ætlum við að renna okkur á skíðum og fyrir þá sem vilja verða betri á gönguskíðum ætlum við að bjóða upp á námskeið þar sem Kristrún kennir okkur hvernig við eigum að ná árangri á gönguskíðum.

Við ætlum til Sölden, sem er í hjarta Ötztal og er ekki aðeins einn vinsælasti ferðamannastaður í Týról heldur einnig einn þekktasti skíðastaður Alpanna. Einn af helstu kostunum er að skíðað er í mikilli hæð, eða frá 1350 metrum og upp í 3340 metra á tveimur jöklum. Í Sölden eru nýjustu lyfturnar samanborið við önnur skiðasvæði auk fjölda snjóbyssa sem tryggja nægan snjó allan veturinn og langt fram á vor. 144 km. af troðnum brekkum fyrir byrjendur og lengra komna bjóða upp á nánast ótakmarkaða möguleika. Sölden er eina skíðasvæði Austurríkis sem hefur þrjá tinda hærri en þrjú þúsund metra með stórkostlegum útsýnispöllum með auðveldu aðgengi.  Þetta er eitthvað sem allir skíðaunnendur verða að prófa að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni. Í Ötztal eru líka margar troðnar gönguskíðabrautir.

Námskeiðin hjá Kristrúnu verða 3 sinnum 2 tímar og kosta 15.000 kr á mann.

Í fjöllunum eru 33 veitingastaðir og sá frægasti er ICE-Q matsölustaðurinn sem er 5* matsölustaður í yfir 3000 metra hæð og var byggingin notuðu í James Bond myndinni Spectre, en boðið verður upp á að panta borð þar fyrir þá sem það vilja en greiða þarf staðfestingargjald fyrir borðapöntun.

Ferðaskipulag:
Miðvikudagur 20. desember - Miðvikudagsins 27. desember 2023.
Flogið með Icelandair til Salzburg.
6 dagar á skíðum í Sölden.
Boðið verður upp á ýmsa möguleika á þessum dögum, t.d. Toppana 3 og hádegismat í ICE-Q og fer eftir veðri hvaða daga það verður í boði.
Flogið með Icelandair frá Salzburg til Keflavíkur.

Gistimöguleikar sem eru í boði er hótel eða íbúðagisting hjá Backlerwirt. Á hótelinu er eingöngu boðið upp á gistingu með morgunmat og kvöldmat en í íbúðagistingunni er hægt að velja, enginn matur innifalin eða með morgunmat og kvöldmat.

Sérstakur 7 rétta hátíðarkvöldverður er þann 24. desember og er hann innifalinn ef tekin er morgunmatur og kvöldmatur en það er líka hægt að kaupa hann einan og sér í íbúðargistingunni og kostar hann þá 15.000 kr á mann.

Backlerwirt ***
Superior double room verð kr. 320.000 á mann.
Extra bed barn 3-6 ára kr. 221.000 á mann.
Extra bed barn 7-11 ára kr. 257.000 á mann.
Extra bed barn 12+ ára kr. 289.000 á mann.
Íbúðagisting ekki matur innifalinn frá kr. 242,000 á mann.
Nánar um hótel Backlerwirt.

Hægt er að bóka akstur til og frá Salzburg / Sölden og kostar aksturinn 8.000 kr. á mann hvora leið.

Innifalið í verði:
Íslensk fararstjórn.
Flug til og frá Salzburg með Icelandair.
23 kg taska og 10kg handfarangur.
Aðgengi að fararstjóra alla ferðina.
Aðstoð við kaup á lyftu kortum.
Aðstoð við leigu á búnaði.
Aðstoð við að finna kennslu við hæfi.
Öll almenn aðstoð.
Ekki innifalið í verði:
Fluginnritunargjald fyrir skíðabúnað.
Akstur til og frá flugvelli.
Lyftukort.
Hádegismatur.
Gistináttagjald.

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 45.000 per farþega. Til að greiða staðfestingargjaldið þarf að senda tölvupóst á info@okkarferdir.is með fjölda og nöfnum á farþegum og við sendum greiðsluslóð til baka.