You are using an outdated browser. For a faster, safer browsing experience, upgrade for free today.

Skíði 4. - 13. mars

10 daga lúxus skíða og borgarferð til Innsbruck, Sölden og Zürich

Verð frá 354.990 Kr.

10 daga lúxus skíða og borgarferð til Innsbruck, Sölden og Zurich 4. til 13. mars

 

 

Hópferð með íslenskri fararstjórn

-------------------------------------------------------------------

 

Ferðaskipulag:

 • Föstudaginn 4. mars - sunnudagsins 13. mars 2022
 • Flogið með Icelandair 
 • Hotel Ibis Innsbruck *** (1x nótt)
 • 8 dagar á skíðum í Sölden
 • Val um tvö hótel í Sölden
 • Hotel Tyrolerhof **** (7x nætur)
 • Hotel Alpina **** (7x nætur)
 • Novotel Zürich Airport Messe **** (1x nótt)
 • Fararstjóri: Ásgeir G. Bjarnason
 • Mismunandi verð eftir því hvort hótelið er valið í Sölden
 • Verð 354.990 á mann miðað við 2 saman í herbergi á Hotel Tyrolerhof
 • Verð 389.990 á mann miðað við 2 saman í herbergi á Hotel Alpina

-------------------------------------------------------------------

 

Sölden er í hjarta Ötztal, svæðið er ekki aðeins einn vinsælasti ferðamannastaður Tyrol heldur einnig einn þekktasti og besti skíðastaður Alpanna og ekki að ástæðulausu.

 

 • Skíðasvæðið er í mikilli hæð, frá 1.350 og upp í 3.340 metra, á tveimur jöklum.
 • Hæðin og fjöldi snjóbyssa, tryggir snjó allan veturinn.
 • Nýjustu lyfturnar.
 • 144 km af troðnum brekkum.
 • Nánast ótakmarkaðir möguleikar fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.
 • Sölden er eina skíðasvæði Austurríkis sem er með þrjá tinda yfir 3.000 metra.
 • Eitthvað sem allir sem elska að skíða verða að prófa.
 • Einnig eru stórkostlegir útsýnis pallar sem auðvelt er að komast að.

 

------------------------------------------------------------

 

 

33 veitingastaðir eru í fjöllunum og sá frægasti er ICE-Q sem er 5* matsölustaður í yfir 3000 metra hæð og var byggingin notuðu í James Bond myndinni Spectre.

Við getum aðstoðað við að panta borð fyrir þá sem það vilja en greiða þarf staðfestingargjald fyrir borðapöntun.

 

------------------------------------------------------------

 

Gisting:

 

Hótelin sem Okkar ferðir bjóða upp á eru einstaklega vel staðsett og í göngufæri við helstu skíðalyfturnar.

 

Hotel Ibis Innsbruck

 

 

Fyrstu nóttina er gist á Hotel Ibis Innsbruck. Það er 3* hótel vel staðsett við gamla bæinn. 

 

------------------------------------------------------------

 

Í Sölden bjóðum við uppá tvö 4* hótel:
Hotel Alpina Sölden Adult only og Hotel Tyrolerhof.

 

Hotel Alpina Sölden 

 


Hotel Alpina er hið fullkomna hótel ef þú ert að leita að fríi sem sameinar skíði, þægindi og lúxus.

 • Glæsilegt morgunverðarhlaðborð.
 • Síðdegissnarl þegar komið er niður úr fjallinu eftir daginn.
 • 4 rétta a la carte matseðill á hverju kvöldi.
 • 300 m2 spa svæði, með allskonar gufuböðum, saunaklefum, slökunarherbergjum og heitum potti.
 • 18 ára aldurstakmark er á hótelinu.

 

Giggijoch kláfurinn er í aðeins 5 mínútna göngu færi en einnig er í boði skutlþjónusta frá hótelinu í kláfana Gaislachkogel og Giggijoc, alla daga nema laugardaga frá 8:30 til 11:00.

 

 

Hotel Tyrolerhof

 


Hotel Tyrolerhof er vel staðsett í miðbænum með skíðalyfturnar í göngufæri. Hótelið er þekkt fyrir hágæða þjónustu við viðskiptavini, góð morgun og kvöldverðar hlaðborð. Tyrolerhof er vel þekkt fyrir hágæða og framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini. Eftir langan dag á skíðum er tilvalið að slaka á í heilsulindinni.

 

 • Glæsilegt morgunverðar- og kvöldverðar-hlaðborð.
 • Heilsulind með gufuböðum, sundlaug, slökunarsvæði og líkamsræktarstöð.

 

Novotel Zürich Airport Messe


Síðustu nóttina er gist á Novotel Zürich Airport hótelinu. Hótelið er staðsett rétt við flugvöllinn og er morgunmatur innifalinn.

 

-------------------------------------------------------------------

 

Innifalið í verði:

 • Íslensk fararstjórn
 • Flug til München og til baka heim frá Zürich með Icelandair
 • 23 kg taska og 10kg handfarangur
 • Taska fyrir skíði, skó og hjálm
 • Akstur til og frá flugvelli.
 • Gisting í eina nótt með morgunverði á Hotel Ibis Innsbruck ***
 • Gisting í sjö nætur í Sölden á öðru hvoru hótelinu með morgun- og kvöldverði
 • Hotel Alpina ****
 • Hotel Tyrolerhof ****
 • Gisting í eina nótt með morgunverði á Novotel Zürich Airport Messe
 • Aðgengi að fararstjóra alla ferðina
 • Aðstoð við kaup á lyftukortum
 • Aðstoð við leigu á búnaði
 • Aðstoð við að finna kennslu við hæfi
 • Öll almenn aðstoð

 

-------------------------------------------------------------------

 

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 35.000 per farþega. Til að greiða staðfestingargjaldið þarf að senda tölvupóst á info@okkarferdir.is með fjölda og nöfnum á farþegum og við sendum greiðsluslóð til baka.

 

-------------------------------------------------------------------

 

Ekki innifalið í verði:

 • Fluginnritunargjald fyrir skíðabúnað
 • Lyftukort
 • Hádegismatur
 • Gistináttagjald
 • Annað sem ekki er skilgreint sem innifalið

 

-------------------------------------------------------------------

 

ATHUGIÐ VEGNA COVID-19

Vegna heimsfaraldursins áskiljum við okkur rétt til að breyta ferðatilhögun og jafnvel fella niður ferðir. Sé ferð felld niður vegna faraldursins endurgreiðum við að fullu. Hætti farþegi sjálfur við ferð sem er farin og ekki er felld niður gilda okkar skilmálar.

Kynnið ykkur skilmála Okkar ferða hér