Okkar ferðir logo

Skíðahótelin 2023

Gisting með morgunmat og kvöldmat (HB).


Hotel Bäckelar Wirt ***


Mjög vel staðsett þriggja stjörnu hótel einungis 150 metra frá Gaislachkogelbahn sem tekur þig upp í yfir 3000 metra hæð.
Það er óhægt að segja að þetta sé nánast ski in ski out hotel, þú tekur skiðin af þér og gengur yfir götuna 150 beint inn á  hótelið.

Lítil en mjög góð heilsulind er á hótelinu og hafa gestir aðgang að henni þar eru þrjú mismunandi gufuböð og hvíldaraðstaða.

Maturinn á hótelinu er rómaður, morgunverðarhlaðborð með góðu úrvali og kvöldmaturinn er 4 rétta þar sem valið er á milli mismunandi forrétta og aðalrétta. Salat bar og desert.

Hótelið er notalegt og vel við haldið. Herbergin eru rúmgóð og eru frá 22-29 m2 Öll herbergin eru með svalir. Á herbergjunum eru rúmgóð baðhergi, hárþurrka og annaðhvort baðkar eða sturta. Sjónvarp er á öllum herbergjum og öryggis skápur sem við mælum með því að nota. Baðsloppar eru á herbergjunum til að nota þegar farið er í heilsulindina. Herbergin eru Non smoking. Einnig er frítt internet á hótelinu.
Þrjá tegundir af herbergjum eru í boði
Double room Panorama, Herbergin eru á efstu hæð, þau eru 22-24 fermetrar og með þægilegar innréttingar.
Double room Superior, sem eru rúmgóð 25 fermetra herbergi með þægilegum húsgögnum og svefn sófa.
Double room Zabre, eru 29 fermetrar með svefnsófa og litlu svæði til að sitja við.
Sama verð er á Panorama og Superior og er hægt að óska eftir öðru hvoru en við getum ekki tryggt að þau séu laus á öllum tímum.
Zaber eru örlítið dýrari.
Hægt er að vera með aukarúm fyrir börn í herbergjunum.
Hægt er að fá herbergi sem hægt er að opna á milli fyrir fjölskyldur.

Skíðaleiga er á hótelinu og góð aðstaða til að geyma skíði og skó yfir nóttina.

Hotel Tyrolerhof****


Hótelið er staðsett í miðju bæjarins við aðalgötuna og skammt frá Giggijochbahn.
Á hótelinu er mjög góð heilsulind, sundlaug og þar eru fjögur mismunandi gufuböð þar af eitt þar sem má vera í sundfötum og hvíldaraðstaða ásamt æfingaraðstöðu.

Morgunverðarhlaðborð með góðu úrvali og kvöldmaturinn sem einnig er buffet sem er fjórrétta.

Herbergin eru rúmgóð með rúmgóðum baðhergjum  þau eru 25-27 fermetra stór. Sjónvarp er á öllum herbergjum og öryggis skápur sem við mælum með því að nota. Herbergin eru Non smoking. Ekki eru öll herbergin með svölum og getum við ekki tryggt að allir fái herbergi með svölum. Baðsloppar eru á herbergjunum til að nota þegar farið er í heilsulindina. Einnig er frítt internet á hótelinu.

Á hótel Tyrolerhof sameinast hið hefðbundna og nútímalega sem saman skapar dásamlegt andrúmsloft. Hótelið leggur áherslu á vellíðan notalegt umhverfi þar sem hægt er að njóta morgun- og kvöldverðarhlaðborðsins sem tekur mið af týrólskri og alþjóðlegri matargerð.

Skíðaleiga er á hótelinu og góð aðstaða til að geyma skíði og skó yfir nóttina.