Okkar ferðir logo

Ævintýri í Afríku, Sierra Leone 7.-17. nóvember 2024

Það er spennandi að kynna fyrir Íslendingum Sierra Leone þar sem fáir hafa enn uppgötvað þetta fallega land. Ferðaþjónustan er á byrjunarstigi og samfélagið að þróast mikið og hratt. Landið hefur ekki verið á radar ferðalanga eða ferðaskrifstofa í fjölda ára, aðallega vegna langvarandi borgarastyrjaldar sem hófst á síðustu öld og lauk ekki fyrr en í byrjun þessarar aldar. Saga landsins er tengd þrælasölu og frelsi þræla þegar borgin Freetown var stofnuð.

Í þessari ferð mun hópurinn upplifa gestrisni hjá þeim sem fagna gestum, oft með söng og dansi. Við komum til með að skoða fallegar strendur sem áður voru víðfrægar baðstrendur og ferðamenn fylltu upp úr miðri síðustu öld. Við ætlum að kanna þjóðgarða landsins, upplifa frumskóginn og menningu. Við heimsækjum lítil þorp, förum á markaði og menningarsvæði Freetown. Dvalið verður á nokkrum völdum og spennandi stöðum í landinu sem er stórt og oft erfitt yfirferðar.
Þar sem ferðaþjónustan er á miklu byrjunarstigi má gera ráð fyrir að upplifa í sumum tilfellum nokkuð frumstæðar aðstæður og hluti sem við eigum kannski ekki að venjast. En eitt sem er víst, er að góður matur og frábær gestrisni bíður ferðalanga.

Einnig munum við hitta hana Regínu Bjarnadóttur sem Lóa Pind heimsótti og fjallaði um í sjónvarpsþættinum hvar er best að búa og sýndur var á Stöð 2 í febrúar á þessu ári.

Meðalhiti í Sierra Leone er um það bil 27 gráður á Celsíus og er Sierra Leone eitt af heitustu og rökustu löndum í Vestur Afríku. Rigningartímabilið byrjar í maí og stendur fram í byrjun nóvember. Besti ferðatíminn er frá lok október og fram í byrjun maí. Á þeim tíma sem þessi ferð verður farin er allur gróður í sínum besta skrúða og loftið hreint og tært.

Fararstjórar í þessari ferð verða hjónin Guðrún Helga Bjarnadóttir og Kristján Björnsson. Kristján og Guðrún hafa farið nokkrar ferðir til Sierra Leone, bæði á eigin vegum og i starfi sínu fyrir alþjóða hjálparsamtök, en eitt af verkefnum Guðrúnar er í fátækustu héruðum þessa lands.

Guðrún er menntaður leiðsögumaður og fararstjóri og hefur mikla reynslu af ferðalögum bæði erlendis og á Íslandi auk þess að hafa búið í útlöndum.

Kristján hefur starfað við leiðsögn bæði á Íslandi, m.a. fyrir Íslenska fjallaleiðsögumenn og fleiri, og fyrir Víta í Ísrael.

Ferðaskipulag

 • Flogið til Brussel með Icelandair 7. nóvember og gist þar fyrstu nóttina.
 • Flogið til Lungi International Airport með Brussel Airline 8. nóvember og ferðast þaðan með rútu og svo með báti til Freetown.
 • Dvalið í Sierra Leone í 8/9 daga/nætur (nánar síðar)
 • 16. nóvember er flogið með kvöldflugi til baka til Brussel og þaðan áfram með Icelandair og komum við heim til íslands seinnipartinn 17. nóvember.

Eingöngu verða 22 sæti í þessari ferð þannig að þeir sem vilja vita nánar er velkomið að hafa samband við okkur.

Verð á mann í tveggja manna gistingu kr. 655.000. Bóka verður báða aðila saman í sömu bókun.
Verð á mann í einstaklingsherbergi kr. 725.000

Greiða þarf staðfestingargjald kr. 45.000 per farþega við bókun og fullgreiða ferðina 90 dögum fyrir brottför.

Til að staðfesta bókun í ferðina vinsamlegast sendið póst á info@okkarferdir.is til að bóka.

Innifalið í verði

 • Íslensk fararstjórn og leiðsögn.
 • Flug til og frá Sierra Leone með Icelandair og Brussel Airlines.
 • 23 kg taska og 10kg handfarangur.
 • Gisting.
 • Morgunmatur.
 • Tveir kvöldverðir.
 • 4 sinnum hádegisverður.
 • Ferðir til og frá flugvelli í Sierra Leone.
 • Skoðunarferðir (samkvæmt nákvæmri ferðalýsingu).
 • Öll almenn aðstoð.

Ekki innifalið í verði

 • Matur og drykkir aðrir en þeir sem talið er hér fyrir ofan
 • Námskeið og skoðunarferðir eða annað valkvætt sem hægt er að velja á staðnum.

Annað

 • Ef ekki næst nægur fjöldi í ferðina þá áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til þess að fella ferðina niður og endurgreiða það sem greitt hefur verið.