Verð frá: 369.900 kr á mann.*
8 dagar, 7 nætur, 6 hjóladagar.
*Lægsta verð er miðað við 2 fullorðna í herbergi á Backelar Wirt.
Komdu með Okkar ferðum í rafhjólaferð í fjallasölum Ötztal dalsins í austurrísku Ölpunum í sumar.
Í Ötztal eru meira 310 km af fjallahjólaleiðum, stórkostlegt útsýni, fossar, fjallaskálar, framúrskarandi veitingastaðir og svo mætti lengi telja.
Ferðaskipulag
- Laugardagur 27. júní - laugardagsins 4. júlí
- Flogið með Icelandair til Munchen
- Farastjóri Okkar Ferða er á staðnum reiðubúinn til aðstoðar
Dagskrá ferðar
Laugardagur - ferðadagur
Fljúgum til Munchen með Icelandair þar sem fararstjóri tekur á móti hópnum. Við förum með rútu á hótelið í Sölden.
Sunnudagur - Upphitun og tækninámskeið (32 km / 150 hm)
Við byrjum ferðina á stuttri tæknikennslu (30–40 mínútur) þar sem farið er yfir grunnatriði í hjólameðferð og öryggi. Að því loknu leggjum við af stað í fyrstu ferðina, frá Sölden til Umhausen. Við endum daginn við stórbrotna Stuibenfossinn og Ötzi Dorf – þar sem saga og náttúra mætast.
Til baka til Sölden með rútu. Heildartími: um 4 klst.
Mánudagur – Hljóða hliðin í Sölden (20 km / 800 hm)
Við hjólum upp í fallega Windachtal-dalinn og áfram að Klebealm. Á leiðinni njótum við kyrrðarinnar og fjölbreyttrar náttúru – þetta svæði er kallað „hljóða hliðin“ í Sölden af góðri ástæðu.
Heildartími: um 3 klst.
Þriðjudagur – Til Obergurgl (30 km / 600 hm)
Ferð dagsins liggur í átt að Obergurgl. Við hjólum í gegnum Zwieselstein og stoppum við Sahnestüberl áður en við höldum áfram inn í fjalladalsumhverfið þar sem jöklar og tignarleg fjöll setja svip sinn á landslagið. Þeir sem vilja geta tekið rútu til baka til Sölden.
Heildartími: um 4 klst.
Þriðjudagur – Til Obergurgl (30 km / 600 hm) Ferð dagsins liggur í átt að Obergurgl. Við hjólum í gegnum Zwieselstein og stoppum við Sahnestüberl áður en við höldum áfram inn í fjalladalsumhverfið þar sem jöklar og tignarleg fjöll setja svip sinn á landslagið. Þeir sem vilja geta tekið rútu til baka til Sölden. Heildartími: um 4 klst.
Miðvikudagur - Hvíldardagur
Ekki er skipulögð hjólaferð á þessum degi, tilvalið að skella sér upp á einn af toppum Sölden yfir 3.000m með kláf.
Fimmtudagur – Längenfeld og Gries (55 km / 1000 hm)
Við hjólum niður dalinn til Längenfeld og höldum áfram upp í litla þorpið Gries. Þar göngum við yfir hengibrúna og njótum útsýnisins áður en við snúum aftur til Sölden – annaðhvort á hjóli eða með rútu.
Heildartími: um 5–6 klst.
Föstudagur – Til Vent (35 km / 400 hm)
Síðasti dagurinn býður upp á ferð um hina gömlu fjallaleið til Vent – einstaklega fallegs þorps umvafið jöklum og sögulegu andrúmslofti. Við hjólum aftur heim til Sölden og lokum ferðinni á hápunkti!
Heildartími: um 4 klst.
Laugardagur - ferðadagur
Allt gott tekur enda og nú förum við með rútunni til Munchen, flogið heim til Íslands með Icelandair
Til að tryggja sér sæti í ferðina þarf að senda póst á info@okkarferdir.is og greiða staðfestingargjald kr. 45.000 á farþega.
Eingöngu er boðið upp á gistingu á hótel Bäckelarwirt
Nánar um hótel Bäckelarwirt

Innifalið í verði:
Íslensk fararstjórn.
Flug til og frá Munchen með Icelandair.
Rúta til og frá Munchen
23 kg taska og 10kg handfarangur.
Leiga á rafmagnsfjallahjóli.
Hjálmur.
Ötztal sumarkort (veitir aðgang að kláfum, strætisvögnum, sundlaugum ofl.)
Aðgengi að fararstjóra alla ferðina.
Öll almenn aðstoð.
Ekki innifalið í verði:
Drykkir.
Hádegismatur.
Gistináttagjald.