Okkar ferðir logo

Á gönguskíðum með Kristrúnu Guðnadóttir, Sölden 27. jan-03. feb. 2024. Verð frá 188.000 á mann.*

Sölden 27. jan - 03. feb 2024 verð frá 188.000 kr á mann.*

8 daga 7 nætur. 27. janúar til 03. febrúar. Lægsta verð er miðað við 5 fullorðna í gistingu í íbúð á Haus Bergkristall.

Okkar Ferðir halda áfram að bjóða skíðaferðir til Sölden. Sölden, sem er í hjarta Ötztal, er ekki aðeins einn vinsælasti ferðamannastaður í Týról heldur einnig einn þekktasti skíðastaður Alpanna. Einn af helstu kostunum er að skíðað er í mikilli hæð, eða frá 1350 metrum og upp í 3340 metra á tveimur jöklum. Í Sölden eru nýjustu lyfturnar samanborið við önnur skiðasvæði auk fjölda snjóbyssa sem tryggja nægan snjó allan veturinn og langt fram á vor. 144 km af troðnum brekkum fyrir byrjendur og lengra komna bjóða upp á nánast ótakmarkaða möguleika. Sölden er eina skíðasvæði Austurríkis sem hefur þrjá tinda hærri en þrjú þúsund metra með stórkostlegum útsýnispöllum með auðveldu aðgengi.  Þetta er eitthvað sem allir skíðaunnendur verða að prófa að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni.

Í þessum ferðum verður einnig boðið upp á gönguskíðanámskeið þar sem Kristrún Guðnadóttir fremsta skíðagöngukona landsins mun leiðbeina áhugasömum gönguskíðaiðkendum. Námskeiðin verða í boði 3 sinnum 2 tímar og verður skift niður á daga í vikuna eftir því sem aðstæður og veður leyfa hverju sinni. Þáttaka í gönguskíðanámskeiðunum kostar 15.000 kr á mann. Ekki er öruggt að námskeiðin verði í boði allar vikurnar þar sem Kristrún getur verið upptekin við keppni einhverja daga. Hvaða vikur verða í boði verður sett inn hér á síðuna í lok maí þegar keppnisdagar Kristrúnar fyrir næsta vetur liggja fyrir.

Hótelin sem Okkar Ferðir bjóða upp á eru í göngufæri við helstu skíðalyfturnar.

33 veitingastaðir er í fjöllunum og sá frægasti er ICE-Q matsölustaðurinn sem er 5* matsölustaður í yfir 3000 metra hæð og var byggingin notuðu í James Bond myndinni Spectre, en boðið verður upp á að panta borð þar fyrir þá sem það vilja en greiða þarf staðfestingargjald fyrir borðapöntun.

Ferðaskipulag:
Laugardagur 27. janúar - Laugardagsins 03. febrúar 2024.
Flogið með Icelandair til Salzburg.
6 dagar á skíðum í Sölden.
Boðið verður upp á ýmsa möguleika á þessum dögum, t.d. Toppana 3 og hádegismat í ICE-Q og fer eftir veðri hvaða daga það verður í boði.
Flogið með Icelandair frá Salzburg til Keflavíkur.

Ýmsir gistimöguleikar eru í boði, með morgunmat og kvöldmat (HB), með morgunmat (B&B) og íbúðagisting engin matur innifalin (SC).

Haus Bergkristall.
Apartment 1-5 manns frá kr. 188.000 á mann.
Nánar um Haus Bergkristall.

Gisting HB.
Backelar Wirt ***
Superior double room verð kr. 307.000 á mann.
Extra bed barn 3-6 ára kr. 145.000 á mann.
Extra bed barn 7-12 ára kr. 187.000 á mann.
Extra bed barn 13 ára + kr. 204.000 á mann.

Backelar Wirt Apartments HB
Top 1. 1-5 manns verð frá kr. 273.000 á mann.
Top 2. 1-5 manns verð frá kr. 268.000 á mann.
Top 3. 1-3 manns verð frá kr. 271.000 á mann.
Top 4. 1-5 manns verð frá kr. 262.000 á mann.

Backelar Wirt Apartments SC
Top 1. 1-5 manns verð frá kr. 207.000 á mann.
Top 2. 1-5 manns verð frá kr. 209.000 á mann.
Top 3. 1-3 manns verð frá kr. 208.000 á mann.
Top 4. 1-5 manns verð frá kr. 198.000 á mann.

Nánar um hótel Backelar Wirt .

Innifalið í verði:
Íslensk fararstjórn.
Flug til og frá Salzburg með Icelandair
23 kg taska og 10kg handfarangur.
Aðgengi að fararstjóra alla ferðina.
Aðstoð við kaup á lyftu kortum.
Aðstoð við leigu á búnaði.
Aðstoð við að finna kennslu við hæfi.
Öll almenn aðstoð.
Ekki innifalið í verði:
Fluginnritunargjald fyrir skíðabúnað.
Akstur til og frá flugvelli.
Lyftukort.
Hádegismatur.
Gistináttagjald.

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 45.000 per farþega. Til að greiða staðfestingargjaldið þarf að senda tölvupóst á info@okkarferdir.is með fjölda og nöfnum á farþegum og við sendum greiðsluslóð til baka.