Okkar ferðir logo

Hotel Tyrolerhof****

Hótelið er staðsett í miðju bæjarins við aðalgötuna og skammt frá Gigiogbahn.

Á hótelinu er mjög góð heilsulind, sundlaug og þar eru fjögur mismunandi gufuböð þar af eitt þar sem má vera í sundfötum og hvíldaraðstaða ásamt æfingaraðstöðu.

Morgunverðarhlaðborð með góðu úrvali og kvöldmaturinn sem einnig er buffet sem er fjórrétta.

Herbergin eru rúmgóð með rúmgóðum baðhergjum  þau eru 25-27 fermetra stór. Sjónvarp er á öllum herbergjum og öryggis skápur sem við mælum með því að nota. Herbergin eru Non smoking. Ekki eru öll herbergin með svölum og getum við ekki tryggt að allir fái herbergi með svölum. Baðsloppar eru á herbergjunum til að nota þegar farið er í heilsulindina. Einnig er frítt internet á hótelinu.

Á hótel Tyrolerhof sameinast hið hefðbundna og nútímalega sem saman skapar dásamlegt andrúmsloft. Hótelið leggur áherslu á vellíðan notalegt umhverfi þar sem hægt er að njóta morgun- og kvöldverðarhlaðborðsins sem tekur mið af týrólskri og alþjóðlegri matargerð.

Skíðaleiga er á hótelinu og góð aðstaða til að geyma skíði og skó yfir nóttina.