Okkar ferðir logo

Hotel Neue Post***

Hótelið er staðsett í bænum Zwieselstein sem liggur um 3,5 km frá Bergbahnen í Sölden en jafnframt er örstutt í tvö önnur skíðasvæði, Obergurgl-Hochgurgl og Vent. Skíðarútan stoppar fyrir utan dyrnar og er á 20 mín fresti, ekki kostar neitt í hana fyrir handhafa skíðapassa.

Lítil heilsulind er á hótelinu og hafa gestir aðgang að henni þar eru þrjú mismunandi gufuböð og hvíldarherbergi.

Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð með góðu úrvali og kvöldmaturinn er 4 rétta þar sem valið er á milli þriggja mismunandi aðalrétta en einnig er boðið upp á hlaðborð og salatbar.

Herbergin eru 22-28 fermetrar og eru öll annaðhvort með baði eða sturtu, hárþurka er einnig til staðar. Sjónvarp, sófi og borð eru á herbergjunum. Svalir eru á öllum herbergjunum.