Okkar ferðir logo

Golf El Prat Barcelona 27. sept. - 8. okt. eða 1. - 8. okt. 2025.

Golf í Barcelona Spilað á El Prat og gist á Campus La Mola.

Til að bóka þessa ferð vinsamlegast sendið póst á info@okkarferdir.is

Okkar Ferðir hf. bjóða nú upp á golfferðir til Barcelona á hinn rómaða golfvöll El Prat og gist er á Hótelinu Campus La Mola.

El Prat er einn af flottustu golfvöllum Spánar og þar hefur Opna Spænska meistaramótið verið haldið 10 sinnum. Það eru 2 18 holu vellir (bleiki og guli) og einn 9 holu völlur (græni). 

Bleiki völlurinn er keppnisvöllurinn og er hann 6.492 metrar af öftustu teigum og 5.000 metrar af fremstu teigum. Það eru sem betur fer fyrir okkur venjulega kylfinga 5 mismunandi teigar þannig að allir ættu að geta fundið lengd sem hentar þeim. Þessi völlur er talin vera einn af fjórum bestu golfvöllum á Spáni.

Guli völlurinn er aðeins lengri en ekki eins erfiður en frábær golfvöllur.

Linkur á heimasíðu klúbbsins er hér: https://www.realclubdegolfelprat.com/en/

Gist er á Campus La Mola sem er við golfvöllinn. Hótelið er með aðeins öðruvísi fyrirkomulagi en Íslendingar eru vanir. Það eru ekki þjónar á barnum, það er ekki hægt að kaupa neitt en það er nóg af öllu. Þegar tékkað er út þarf bara að skila herbergislyklinum og þakka fyrir sig enda er búið að greiða fyrir allt áður en komið er á staðinn.

Slóð á heimasíðu La Mola er hér: https://www.chateauform.com/es/casa/campus-la-mola/

Sem dæmi þá eru ekki þjónar á barnum heldur þjónar gesturinn sér sjálfur, hvort það sem það er að blanda sér drykk, ná sér í vatn, gos, bjór eða vínglas.

Á kvöldin er oftast þjónað til borðs en stöku sinnum er matur boðin af hlaðborði og það þá helst ef boðið er upp á Paella. En þetta hótel er einstaklega heimilislegt og notalegt.

Gott spa er á hótelinu og einnig er úti sundlaug.

Við bjóðum upp á tvær brottfarir haustið 2025.

Út 27. september og  heim 8. október

Verð á mann í tveggja manna herbergi kr. 553.000

Út 1. október og heim 8. október

Verð á mann í tveggja manna herbergi kr. 404.000

Bókunarskilmálar:

Eingöngu er hægt að bóka í hóp og er lágmarks stærð hóps 4. Þegar bókað er á netinu þá vinsamlegast sendið póst á info@okkarferdir.is með upplýsingum um fjölda og nöfn farþega.

Hópum er ekki blandað saman í ferðinni, hópurinn raðar sjálfur niður í holl og rástímar eru sendir á hópinn í síðasta lagi 3 dögum fyrir brottför.

Hópar 8 eða stærri fá afslátt 10.000 kr á mann.

Ef hópur endar á oddatölu þá bætist við vegna einn í bíl kr. 5.000 kr á dag sem skiptist á milli þeirra sem eru í hópnum.

Rástímar, á virkum dögum eru rástímar að öllu jöfnu frá klukkan 8:30 - 11:00, um helgar og á helgidögum eru fyrstu rástímar mögulegir frá klukkan 11:40.

Innifalið er:

  • Flug með Icelandair
  • Innrituð taska, handfarangur og innritað golfsett
  • Ferðir til og frá flugvelli í Barcelona
  • 18 holu golf á dag, alla daga nema komu og brottfarardag
  • Golfbíll, miðast við 2 í bíl
  • Gisting í tveggja manna herbergi með morgunmat, kvöldmat og drykkjum. 
    • Barinn fyrir sterka drykki og léttvín opnar klukkan 17:00 og er opinn til klukkan 01:00
    • Léttvín með mat og er miðað við 1 flösku á hverja 3 gesti með matnum
  • Íslensk fararstjórn.